Menu
Kryddaðar smákökur með sparilegu smjörkremi

Kryddaðar smákökur með sparilegu smjörkremi

Þessar eru eiginlega bara konfekt. Hver kaka er konfektmoli sem er góður og gleðjandi með heitum sem köldum drykkjum, hversdags- eða sparilegum. Kremið er úr karameliseruðu smjöri, rjómaosti, maple-sýrópi og hvítu súkkulaði. Kökurnar eru kryddaðar og ekki mjög sætar. Fallegur moli að bera fram, gefa og njóta!

Innihald

12 skammtar

Smákökur:

smjör, við stofuhita
sykur að eigin vali
vanilludropar
egg við stofuhita
hveiti
natron
kanill
engifer
negull
múskat
salt
svartur pipar, fínmalaður (um 1/8 tsk.)

Krem:

smjör við stofuhita
rjómaostur frá Gott í matinn, við stofuhita
maple sýróp
vanilludropar
hvítt súkkulaði
rjómi frá Gott í matinn
flórsykur

Kryddaðar smákökur

  • Hitið ofn í 180 gráður. Þeytið saman smjör, sykur, vanilludropa og egg þar til blandan er létt og ljós. Hægt er að nota hvítan sykur, púðursykur, kókossykur eða sykurskerta sætu og sniðugt er að blanda saman ólíkri sætu.
  • Setjið öll þurrefnin saman í skál og hrærið saman með gaffli. Látið þurrefnin í nokkrum hlutum saman við smjörblönduna og hnoðið deigið að lokum saman á hveitistráðu borði. Stundum er hveitið of mikið og því er gott að setja ekki allt magnið saman við.
  • Skiptið deiginu í tvennt eða þrennt, fletjið út á hveitistráðu borði og stingið út kökur. Setjið á bökunarplötu með bökunarpappír, inn í heitan ofninn og bakið í um 10 mínútur eða þar til kökurnar eru gullnar að lit. Fylgist vel með þeim, ekki baka þær of lengi.
  • Takið úr ofninum og látið kólna.

Krem úr karameliseruðu smjöri og rjómaosti

  • Bræðið helminginn af smjörinu í potti, látið smjörið ná þeim hita að það tekur að gullna og brúnast, tekur um 2-3 mínútur. Slökkvið strax undir því eða takið af hitanum. Hellið í skál og látið kólna.
  • Bræðið hvítt súkkulaði með rjóma, hrærið saman. Látið kólna.
  • Látið óbrædda hlutann af smjörinu saman við þann brædda ásamt rjómaosti. Hrærið saman. Setjið vanilludropa, sýróp og hvítt súkkulaði saman við og hrærið þar til kekkjalaust. Hellið þá flórsykri saman við í nokkrum hlutum og þykkið kremið, ef þarf meira þá bætið þið í, ef minna þá fer ekki allur sykurinn saman við. Þeytið rólega þar til kekkjalaust.
  • Ef þið viljið getið þið skreytt kökurnar með bræddu súkkulaði að eigin vali. Dökku, hvítu, sykurlausu. Gerið það þegar þær hafa kólnað og áður en kreminu er smurt á þær.
  • Smyrjið kreminu á kökurnar og lokið þeim með annarri ofan á, þá þeirri sem er súkkulaðiskreytt. Geymið kökurnar í kæli en takið út tímanlega þegar á að bera þær fram. Kremið hentar á ýmsar smákökur og einnig sem krem/frostingur á góða súkkulaðiköku!

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir