Menu
Kröftugt kjúklingachili

Kröftugt kjúklingachili

Kalt veður kallar á heitan og kröftugan mat. Best er að hafa hann sterkan, hlaðinn osti og kannski pínu rjóma. Hér bjóðum við upp á chili með kjúklingi, baunum og tvennskonar chili. Rjómaostur kemur einnig við sögu og ekki skemmir meðlætið. Þetta er verulega gott í matinn!

Innihald

1 skammtar
ólífuolía
lítill laukur, saxaður
lítið grænt chili, fræhreinsað og fínsaxað
hvítlauksrif, marin
cumin
oregano
kjúklingabringur, hver skorin í þrjá bita
vatn
kjúklingakraftsteningur
niðursoðið jalapeno, saxað (meira eftir smekk)
niðursoðnar hvítar baunir
maísbaunir
Handfylli af fersku kóríander
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
Salt og svartur pipar
Límónusafi

Meðlæti:

Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Rifinn mozzarella frá Gott í matinn
Nachos. gróft mulið
Límóna, skorin í báta
Ferskt kóríander, saxað
vorlaukur, saxaður

Skref1

 • Hitið olíu í potti og mýkið lauk og grænt chili í 5 mínútur.
 • Bætið við hvítlauk og kryddinu og steikið áfram í 3 mínútur.
 • Bætið kjúklingnum, jalapenoi, vatni og kjúklingakrafti saman við.
 • Látið suðuna koma upp.
 • Setjið þá lok á pottinn og látið malla í 12 mínútur við vægan hita.

Skref2

 • Takið pottinn af hellunni og veiðið kjúklinginn upp úr.
 • Tætið hann í sundur með tveimur göfflum og setjið aftur ofan í soðið.
 • Látið renna af baununum og bætið þeim síðan í pottinn ásamt maísbaunum. Sjóðið við vægan hita í 10 mínútur.
 • Takið þá pottinn af hellunni og setjið ferskt kóríander saman við ásamt rjómaosti.
 • Látið ostinn bráðna og smakkið til með pipar, salti, límónusafa og rjómaosti ef vill.
 • Berið strax fram með meðlætinu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir