Menu
Kotasæluvefja með pestó og burrata

Kotasæluvefja með pestó og burrata

Ég rakst á svipaða hugmynd á dögunum og það var eitthvað sem fékk mig til að vilja prófa. Þetta kom svona skemmtilega á óvart og var alveg hrikalega gott. Lykilatriði er að krydda kotasælublönduna svolítið vel og baka hana lengur en þið haldið.

Uppskriftin dugar í eina vefju eða fyrir 1-2 manns.

Innihald

1 skammtar
kotasæla
egg
salt
hvítlauksduft
basilkrydd (þurrkað)
smá pipar

Álegg

ferskt pestó
tómatur
lítið avocado
basilíka
burrata kúla
balsamikgljái

Skref1

  • Hitið ofninn í 180°C.
  • Setjið öll hráefnin í blandara og blandið vel.
  • Takið til um 20 x 20 cm eldfast mót/bökunarform og klæðið það með bökunarpappír.
  • Spreyið botninn með matarolíuspreyi.

Skref2

  • Hellið kotasælublöndunni yfir og dreifið vel úr.
  • Bakið í 25-30 mínútur þegar þar til yfirborðið er orðið vel gyllt/bakað).
  • Kælið í um 5 mínútur áður en þið setjið áleggið yfir og rúllið upp.

Skref3

  • Smyrjið pestó yfir allan botninn.
  • Skerið tómatinn í þunnar sneiðar og dreifið úr honum.
  • Setjið næst avocadobita og basilíku yfir tómatana.
  • Rífið þá niður burrata kúluna og rúllið síðan öllu upp.
  • Skerið í tvennt og toppið með balsamikgljáa.
Skref 3

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir