Kotasælusalöt passa einstaklega vel með góðu brauði, hrökkbrauði og kexi og geta verið skemmtileg viðbót með ostabakkanum eða á veisluborðið. Hægt er að velja um túnfisk eða papriku eftir því sem hentar betur, nú eða setja hvort tveggja túnfisk og papriku í salatið.
| Kotasæla | |
| harðsoðin egg | |
| túnfiskur í vatni og/eða | |
| rauð paprika | |
| sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn | |
| aromat, salt og pipar eftir smekk | |
| smátt saxaður rauðlaukur |
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir