Menu
Kotasælubollur

Kotasælubollur

Einfaldar og ilmandi góðar kotasælubollur sem smakkast vel með smjöri og osti og passa líka frábærlega með öllum súpum. Hljómar það ekki vel?

Innihald

1 skammtar
gróft spelt
vínsteinslyftiduft
kotasæla (um 2 dl)
ab mjólk
sjóðandi heitt vatn (1,5-2,5 dl)
ólífuolía
sjávarsalt
sesamfræ

Skref1

  • Ofn hitaður í 180 gráður með blæstri.

Skref2

  • Öllu blandað saman í skál og hrært með sleif þar til rétt blandað saman.
  • Gott getur verið að bæta vatninu smám saman við en ekki öllu í einu.
  • Áferðin á deiginu á að vera eins og þykkur hafragrautur og klístrast við sleifina. Alls ekki hræra lengi.
Skref 2

Skref3

  • Búið til 9 stærri eða 12 minni bollur með tveimur matskeiðum og setjið á pappírsklædda bökunarplötu.
  • Um 1 tsk af sesamfræjum stráð yfir hverja bollu.
  • Þær stækka ekki það mikið að 12 bollur eiga vel að komast fyrir á einni plötu.
  • Bakað í 20 mínútur.
Skref 3

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir