Kókoskúlur slá alltaf í gegn og mesta furða að maður útbúi þær ekki oftar. Það tekur rétt um hálftíma að skella í svona gotterí og ef ykkur vantar eitthvað skemmtilegt að gera með krökkunum eftir skóla eða með kvöldkaffinu þá er þetta tilvalið.
| smjör frá MS við stofuhita | |
| sykur | |
| púðursykur | |
| vanilludropar | |
| bökunarkakó | |
| haframjöl | |
| kælt kaffi (má sleppa en gott að setja þá 3 msk. af vatni til að blandan verði ekki of þurr) |
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir