Menu
Kókoshjúpaðir þorskhnakkar með kúskússalati og wasabisósu

Kókoshjúpaðir þorskhnakkar með kúskússalati og wasabisósu

Ekki láta langan innihaldslista fæla ykkur frá þessari uppskrift, en eldamennskan er ofureinföld og útkoman svo innilega þess virði.

Innihald

1 skammtar

þorskhnakkar

af þorskhnakkabitum
svartur pipar
léttostur með skinku og beikoni
kókosmjöl
möndlumjöl
fínsöxuð fersk mynta
ólífuolía

kúskússalat

kúskús
sjóðandi vatn
grænmetisteningur
rifinn appelsínubörkur
rifinn sítrónubörkur
pistasíuhnetur, saxaðar
þurrkuð trönuber, söxuð
handfylli af fersku kóríander, saxað
handfylli af ferskri myntu, söxuð
tvö handfylli af spínati, saxað
ólívuolía
svartur pipar

wasabisósa

sýrður rjómi frá Gott í matinn
hrísgrjónaedik
wasabimauk, meira ef vill
límóna

Skref1

 • Stillið ofninn á 180°.
 • Byrjið á að gera sósuna.
 • Hrærið sýrðum rjóma, hrísgrjónaediki og wasabi saman.
 • Smakkið til með límónusafa og meira wasabimauki ef vill.

Skref2

 • Setjið þorskhnakkastykkin í olíuborið eldfast fat, eða á bökunarpötu klædda bökunarpappír. Piprið.
 • Bræðið smurost í potti á mjög lágum hita. Smyrjið honum yfir fiskstykkin.
 • Blandið saman kókosmjöli, myntu, möndlumjöli og olíu og þekið fiskstykkin með blöndunni.
 • Bakið í 15-20 mínútur.

Skref3

 • Setjið kúskús í skál sem þolir háan hita og myljið grænmetistening ofan á.
 • Hellið síðan sjóðandi vatninu yfir og hyljið með plastfilmu. Látið standa í 10 mínútur.
 • Blandið síðan öðrum hráefnum saman við sem eiga að fara í salatið og smakkið til með svörtum pipar.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir