Menu
Kókos- og möndlukökur með karamellubragði

Kókos- og möndlukökur með karamellubragði

Þessi smákökuuppskrift er hreint ansi góð og svakalega fljótleg en hér fara saman fá hráefni og fullkomið bragð. Gengur í alla aldurshópa virðist vera. 

Innihald

1 skammtar
möndlumjöl eða fínt malaðar möndlur
fínt kókosmjöl
salt
maple-síróp
mjúkt smjör
vanilludropar
dökkt súkkulaði

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Hrærið saman þurrefni. Blandið öðru hráefni saman við fyrir utan súkkulaði.
  • Hrærið vel saman en ekki of mikið og ekki of hratt.
  • Búið til litlar kúlur með skeið, á plötu með bökunarpappír. Mótið í hringi og þrýstið aðeins á kúlurnar og gerið toppinn flatan.
  • Stingið í ofninn og bakið í um 15 mínútur. Athugið þá stöðuna á kökunum og bætið við tímann ef ykkur finnst þurfa. Kökurnar bera það að vera bæði stökkar og mjúkar, allt eftir vilja bakarans, og hann ræður því tímanum.
  • Takið úr ofninum og kælið.

Skref2

  • Bræðið súkkulaði eftir óskum (hvítt súkkulaði er ekki slæmt með kökunum heldur).
  • Dýfið kökunum í súkkulaðið og leyfið svo kökunum að kólna í kæli.
  • Einnig er gott að dýfa kökunum í hnetusmjör, en það er ekki nauðsynlegt.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir