Menu
Klessusúkkulaðikaka með súkkulaðikaramellu

Klessusúkkulaðikaka með súkkulaðikaramellu

Drottning allra klessukökusúkkulaðikaka! Þessi er algjör draumur og þeyttur rjómi setur punktinn yfir i-ið.

Innihald

1 skammtar

Súkkulaðiklessukaka:

egg
sykur
brætt smjör
hveiti
kakóduft
vanillusykur eða dropar
salt á hnífsoddi

Súkkulaðikaramellukrem:

rjómi
sykur
kakóduft
smjör

Skref1

 • Náðu í hringlaga form og tylltu bökunarpappír í það.
 • Þeyttu egg og sykur þar til það er ljóst og létt.
 • Bræddu smjörið í potti.
 • Blandaðu þurrefnunum saman, blandaðu þeim við eggjasykurblönduna og síðast bætir þú smjörinu saman við og veltir þessu öllu varlega saman.
 • Helltu deiginu í formið og bakaðu kökuna neðarlega í ofninum í 20-30 mínútur við 175°C.
 • Láttu hana kólna aðeins áður en þú stingur henni í frystinn.
 • Já - í frystinn með hana!

Skref2

 • Svo er það dásamlega súkkulaðikaramellan.
 • Settu öll hráefnin í pott og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu hitann örlítið.
 • Láttu kremið sjóða í smá stund, hrærðu af og til og eftir smá stund hefur myndast karamella.
 • Taktu pottinn af hitanum og láttu karamelluna kólna. Hrærðu í henni inn á milli.
 • Þegar karamellan er orðin þykk og fin, dreifir þú henni yfir kökuna sem er orðin ísköld í frystinum.
 • Kakan er enga stund að þiðna og það er alveg upplagt að geyma hana í frystinum og kippa út ef einhver skyldi kíkja óvænt í kaffi!

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal