Menu
Klessusúkkulaðikaka með kókoskremi

Klessusúkkulaðikaka með kókoskremi

Alveg næstum því eins og hin gamla góða sjónvarpskaka en með dúnamjúkum súkkulaðikökubotni. Kakan er ljómandi góð daginn eftir að hún er bökuð... og daginn þar á eftir. Það er að segja ef eitthvað verður eftir af henni.

Innihald

1 skammtar

Klessusúkkulaðikaka:

brætt smjör
egg
sykur
vanillusykur eða vanilludropar
Örlítið salt
kakóduft
hveiti

Kókoskrem:

smjör
rjómi
síróp
sykur
rifinn kókos (300 - 400g)

Skref1

  • Taktu til spring form og tylltu í það bökunarpapír.
  • Bræddu smjörið.
  • Þeyttu egg og sykur létt og ljóst.
  • Blandaðu smjörinu saman við.
  • Hrærðu saman við vanillusykur, salt, kakóduft og hveiti.
  • Hrærðu því varlega saman og helltu svo deiginu í formið.
  • Bakaðu kökuna neðarlega í rúmlega 20 mínútur við 175°C.
  • Gerðu kókoskremið á meðan.

Skref2

  • Bræddu smjörið, bættu svo hinum hráefnunum saman við og láttu suðuna koma upp.
  • Hrærðu í kreminu og lækkaðu hitann. Láttu smásjóða þar til kremið hefur þykknað aðeins.
  • Taktu kökuna út úr ofninum eftir 20 mínútur og dreifðu kreminu varlega yfir kökuna.
  • Smeygðu henni aftur í ofninn og bakaðu hana áfram í 10-14 mínútur. Kremið á að verða gyllt.
  • Látið kólna örlítið áður en þið berið kökuna fram.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal