Skref1
					
						- Taktu til spring form og tylltu í það bökunarpapír.
- Bræddu smjörið.
- Þeyttu egg og sykur létt og ljóst.
- Blandaðu smjörinu saman við.
- Hrærðu saman við vanillusykur, salt, kakóduft og hveiti.
- Hrærðu því varlega saman og helltu svo deiginu í formið.
- Bakaðu kökuna neðarlega í rúmlega 20 mínútur við 175°C.
- Gerðu kókoskremið á meðan.
Skref2
					
						- Bræddu smjörið, bættu svo hinum hráefnunum saman við og láttu suðuna koma upp. 
- Hrærðu í kreminu og lækkaðu hitann. Láttu smásjóða þar til kremið hefur þykknað aðeins.
- Taktu kökuna út úr ofninum eftir 20 mínútur og dreifðu kreminu varlega yfir kökuna. 
- Smeygðu henni aftur í ofninn og bakaðu hana áfram í 10-14 mínútur. Kremið á að verða gyllt. 
- Látið kólna örlítið áður en þið berið kökuna fram.
            		Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal