Menu
Klessukökubrúnkur með söltuðu súkkulaðitrufflukremi

Klessukökubrúnkur með söltuðu súkkulaðitrufflukremi

Það er erfitt að standast þessar - mjúkar samt seigar og að sjálfsögðu aðeins klesstar. Silkimjúk súkkulaðitruffla er smurð yfir kökuna og þú ræður að sjálfsögðu hvort þú stráir ögn af grófu sjávarsalti yfir.

Innihald

1 skammtar

Klessukökubrúnkur:

brætt smjör
sykur
kakóduft
Salt á hnífsoddi
vanillusykur eða dropar
egg
hveiti

Súkkulaðitruffla/krem:

rjómi
suðusúkkulaði, rjómasúkkulaði eða hvítt súkkulaði
smjör
Ögn af grófu salti til skreytingar

Skref1

 • Bræddu smjörið í potti og bættu við sykri, kakódufti, salti og vanillusykri. Blandaðu vel.
 • Eggin fara í eitt í einu. Hrærðu vel á milli.
 • Síðast bætir þú hveiti við og blandar því varlega saman við.
 • Náðu í ferkantað bökunarform (18x25 cm) eða kringlótt form. Settu bökunarpappír í botninn. Það gerir það svo miklu auðveldara að eiga við kökuna eftir að hún er bökuð. Helltu deiginu í formið og bakaðu hana í miðju ofnsins 20-25 mínutur við 175°C.
 • Passaðu endilega að ofbaka ekki og leyfðu kökunni að kólna í forminu þegar hún er tilbúin.

Skref2

 • Svo er það dásamlega súkkulaðitrufflan eða kremið.
 • Helltu rjómanum í pott og láttu suðuna koma upp. Taktu pottinn af hellunni og láttu súkkulaðið út í ásamt smjöri.
 • Hrærðu í svo súkkulaðið bráðnar saman við rjómann.
 • Láttu súkkulaðiblönduna kólna og hún mun þykkna vel á meðan.
 • Þetta tekur alveg klukkutíma og rúmlega það. Hrærðu í kreminu af og til.
 • Smyrðu kreminu yfir kökuna þegar það er tilbúið og stráðu sjávarsaltflögum yfir.
 • Þessi kaka verður eins og bestu konfektmolar ef hún fær að standa í ísskáp í nokkra klukkutíma - jafnvel fram á næsta dag.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal