Menu
Klessukaka

Klessukaka

Fljótleg og hrikalega góð Klessukaka sem er bæði fljótleg og hrikalega góð! Deigið er hrært í pottinum og það gerir hana enn einfaldari! Klesst, mjúk og seig! Hvað er betra? 

Innihald

1 skammtar
brætt smjör
sykur
egg
hveiti
kakóduft
vanilludropar

Skref1

  • Taktu til hringlaga form. Tylltu bökunarpappír í formið eða smyrðu það með feiti og stráðu hveiti eða kókósmjöli í það.
  • Bræddu smjörið í potti. Taktu pottinn af hitanum.
  • Helltu sykri saman við smjörið, hrærðu vel þannig að hann bráðni.
  • Bættu við eggjum og hrærðu vel á milli. Síðast er hveiti, kakódufti og vanillu blandað saman við og hrært í gott deig.

Skref2

  • Helltu deiginu í formið og bakaðu kökuna neðarlega í ofninum í um 15 mínútur við 175°C.
  • Láttu kökuna kólna áður þú berð hana fram með t.d. ís, ferskum ávöxtum, þeyttum rjóma eða grískri jógurt.
  • Nú eða bara með glasi af ískaldri mjólk, því við vitum flest hvað það er dásamleg tvenna!

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal