Menu
Klassískur brauðréttur með skinku og aspas

Klassískur brauðréttur með skinku og aspas

Hér er á ferðinni uppskrift að hinum eina sanna klassíska heita rétti sem hlýtur bara að vera mesti huggulegheitamatur í heimi. Þetta er brauðrétturinn sem klárast fyrstur af öllu í afmælum og veislum.

Innihald

1 skammtar
samlokubrauð, rifið niður
skinka, smátt skorin
aspas
skinkumyrja frá MS
rjómi frá Gott í matinn
dijon sinnep
grænmetiskraftur, eða hálfur grænmetisteningur
rifinn gratínostur frá Gott í matinn

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Rífið brauðið í eldfast mót.
  • Hellið vökvanum úr aspasdósinni í pott ásamt smurostinum, rjómanum, dijon sinnepi og grænmetiskrafi.
  • Látið hitna og bráðna saman við vægan hita.

Skref2

  • Dreifið skinkunni og aspasnum yfir og saman við brauðið í eldfasta mótinu.
  • Hellið ostasósunni yfir allt saman.
  • Toppið með rifnum osti eftir smekk og bakið í 20 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn og rétturinn heitur í gegn.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir