Menu
Klassískt salat með fersku ívafi og góðum tilbrigðum

Klassískt salat með fersku ívafi og góðum tilbrigðum

Þetta salat er skemmtilega samsett þar sem grunnurinn byggðist á hefðbundu Caprese-salati (tómötum og mozzarella)

Innihald

1 skammtar
Klettasalat eða romain-salat
basilíka, rifin eða söxuð
kóríander, laufin tekin af stilkunum
góð ólífuolía
salt og svartur pipar
tómatar, sneiddir /kirsuberjatómatar
mangó, skorið í teninga
mozzarellakúlur
maukuð, hrein kotasæla eða ricottaostur
balsamikedik

Skref1

  • Hér er ekki tilgreint magn, heldur er frekar um hugmynd að ræða, eins og á við svo oft um salöt.
  • Viðbót í salatið getur verið ristaðar furuhnetur, balsamikgljáðar pecanhnetur, hráskinka, bresaola-sneiðar, plómur, ferskjur, bláber.
  • Einnig kjúklingur í einhverju formi.
  • Í stað þess að bera kotasæluna fram á hefðbundinn hátt er betra að mauka hana og hafa hana fínni í forminu.

Skref2

  • Hrærið saman salat, basilíku og kóríander og leggið á disk.
  • Dreypið olíu yfir, setjið örlítið salt og pipar.
  • Stingið tómötum hér og þar, dreifið mangói yfir sem og mozzarella.
  • Setjið litlar kúlur af kotasælu á miðju disksins.
  • Dreypið ediki yfir og berið fram. 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson