Menu
Klassískir kanilsnúðar með rjómaostakremi

Klassískir kanilsnúðar með rjómaostakremi

Hvað er betra en djúsí snúðar með kaffibollanum eða kaldri mjólk, það er fátt held ég! Mér finnst það ótrúlega notalegt á köldum degi sérstaklega um helgar þegar maður gefur sér tímann í að nostra við það að baka, leyfa deiginu að hefast og uppskera síðan dýrindis kaffitíma.

Innihald

1 skammtar

Snúðar

mjólk
ger
hveiti
púðursykur
egg
smjör við stofuhita

Fylling

púðursykur
smjör
kanill

Rjómaostakrem

rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
flórsykur
hlynsíróp

Snúðar

  • Hitið mjólk í örbylgjuofni eða í potti þangað til hún er volg, bætið þá gerinu saman við og leyfið því að gerjast í 2-3 mín.
  • Setjið þá þurrefnin saman í hrærivélarskál og blandið eggjum og mjólkinni varlega saman við.
  • Hrærið varlega saman, bætið þá smjörinu smátt og smátt saman við.
  • Hrærið vel saman á hægum hraða en gott að leyfa því að hrærast saman í 5-10 mín.
  • Leyfið deiginu að hefa sig í klst. eða þangað að til að það hefur u.þ.b. tvöfaldast í stærð.

Fylling

  • Setjið allt saman í skál og bræðið örstutt í örbylgjuofni og hrærið vel saman, leyfið að hvíla við stofuhita meðan deigið er að hefast.
  • Stillið ofn á 180°C.
  • Fletjið deigið út u.þ.b. 60x40 cm og dreifið fyllingunni jafn yfir.
  • Rúllið deigið upp og skerið í u.þ.b. 2 cm breiða snúða.
  • Raðið þeim í eldfast mót og leyfið þeim að hefast aftur í 30 mín með viskastykki yfir
  • Bakið snúðana í 25-30 mín. eða þangað til þeir eru farnir að taka á sig smá lit.

Rjómaostakrem

  • Blandið öllu saman í hrærivélarskál og þeytið í 3-5 mín.
  • Leyfið snúðunum að kólna lítillega og dreifið síðan kreminu yfir.
  • Snúðarnir eru bestir þegar þeir eru enn volgir en svo sannarlega góðir líka kaldir.
Rjómaostakrem

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir