Menu

Kladdkaka með kókosbotni

Stundum er súkkulaðikaka ekki nóg. Stundum þarf að bæta smá “tvisti” við uppskriftina og gera eitthvað nýtt. Eins og til dæmis að setja kókosbotn ofan á kökuna. Þessa sykurlausu súkkulaðiköku er mjög auðvelt að útbúa og að sjálfsögðu má nota venjulegt súkkulaði og skipta út Sukrin Melis fyrir flórsykur eða sykur.

Innihald

1 skammtar

Kladdkökubotn:

smjör
sykurlaust súkkulaði
egg
rjómi frá Gott í matinn
sukrin melis
kakó (1-2 msk.)
vanilludropar

Kókosbotn:

kókosolía
kókosmjólk
sukrin melis
kókosmjöl

Skref1

 • Kladdkökubotn:
 • Smjör og súkkulaði er sett í pott og brætt. Rjóma bætt við og blandað vel.
 • Egg og sukrin þeytt vel saman og blandað svo við súkkulaðið.
 • Vanilludropum bætt við og í lokin kakóinu. Best að smakka hversu mikið kakó maður vill.
 • Setjið deigið í 22 cm sílikon- eða springform.
 • Bakið kökuna í 10-12 mínútur við 200°C en hún á að vera blaut í miðjunni.

Skref2

 • Kókosbotn:
 • Kókosolía og kókosmjólk eru hitaðar í potti. Takið af hellu þegar vel blandað saman. Bætið út í sukrin melis og kókos og blandið vel.
 • Setjið yfir kladdkökubotninn og þjappið smá til að binda saman botninn.
 • Setjið kökuna í frystinn í um klukkustund til að auðvelda það að taka hana úr forminu.
 • Bræðið 100 g af sykurlausu súkkulaði og 100 ml af rjóma í potti.
 • Kælið smá og setjið svo yfir kökuna og skreytið með kókosmjöli.
 • Það er ekki verra að bera kökuna fram með þeyttum rjóma og ísköldu mjólkurglasi .

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir