Menu
Kjúklingur með rósmarín, eplum og karrísósu

Kjúklingur með rósmarín, eplum og karrísósu

Léttur kjúklingaréttur þar sem sæt eplin kallast skemmtilega á móti karrísósunni.

Innihald

1 skammtar
kjúklingabringur, skornar í bita (3-4 stk)
repjuolía
sjávarsalt
svartur pipar á hnífsoddi
ferskt rósmarín, greinar teknar af og fínsaxaðar eða 1 tsk þurrkað rósmarín
hreinn eplasafi
kjúklingakraftsteningur
örlítið smjör
litlir laukar eða rauðlaukar, skornir í báta
epli, skorin í báta

Karrýsósa

sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
hvítlauksrif
karrí
sæt chilísósa eða lífræn tómatsósa
túrmerik
rifið engifer
sjávarsalt

Skref1

  • Steikið kjúklingabitana við meðalhita í u.þ.b. 12 mínútur.
  • Kryddið með salti, pipar og rósmarín. Hellið síðan eplasafanum út á og myljið kjúklingateninginn yfir. Látið malla undir loki í tíu mínútur.
  • Steikið laukinn og eplabitana upp úr smjöri á annarri pönnu í stutta stund.
  • Blandið því síðan saman við kjúklinginn og látið malla í tvær mínútur.
  • Berið fram með fersku salati, hýðishrísgrjónum ef vill og karrísósu.

Skref2

  • Blandið öllum hráefnunum í sósuna saman.
  • Smakkið til með salti og ef til vill meiri chilísósu/tómatsósu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir