Menu
Kjúklingur í brauði með hvítlaukssmjöri og fleira góðgæti

Kjúklingur í brauði með hvítlaukssmjöri og fleira góðgæti

Ótrúlega þægilegur og góður réttur sem má bera fram með svo miklu meira meðlæti. Tómatar, mozzarella og fersk basilíka klikkar til dæmis ekki. Allt grænmeti, ferskt eða grillað. Ostar af ýmsu tagi. Njótið á þann hátt sem stemmning og stuð segir til um! 

Innihald

1 skammtar

Kjúklingur

kjúklingabringur
ólífuolía
gott edik
lime- eða sítrónusafi
salt og pipar
sætt dijon sinnep eða kornsinnep, má sleppa
rifinn parmesanostur

Hvítlaukssmjör

smjör
hvítlauksrif, söxuð
góð ólífuolía

Meðlæti

gæðabrauð - baguette, súrdeigsbrauð
klettasalat
ferskt kóríander
stór mozzarellakúla, skorin í sneiðar
gott majones

Skref1

 • Kjúklingur:
 • Hráefnið hrært saman í marineringuna.
 • Hver kjúklingabringa skorin þvert og lögð í marineringuna, velt vel upp úr henni. Látin liggja í marineringunni í a.m.k. klukkustund.
 • Einfaldast er að skella kjúklingnum í ofn að þessu loknu, á 180 gráður í um 20-30 mínútur. Auðvitað má steikja hann líka og allt eins grilla. Tíminn snýst algjörlega um það hversu þykkar bringurnar eru.
 • Berið þær fram heitar.

Skref2

 • Hvítlaukssmjör:
 • Bræðið smjör á vægum hita í potti, setjið hvítlauk saman við og látið malla á vægum hita.
 • Hrærið olíuna saman við.
 • Skerið súrdeigsbrauð í sneiðar eða baguettu þvert og grillið örlítið í heitum ofni.

Skref3

 • Samsetning:
 • Smyrjið brauðið með majonesi. Leggið mozzarellasneiðar ofan á, kjúkling, klettasalat og kóríander.
 • Dreypið hvítlaukssmjöri yfir. Gott að strá smá gæðasalti og pipar yfir.
 • Berið fram.
 • Athugið að þetta er ótrúlega þægilegur og góður réttur sem má bera fram með svo miklu meira meðlæti. Tómatar, mozzarella og fersk basilíka klikkar til dæmis ekki. Allt grænmeti, ferskt eða grillað. Ostar af ýmsu tagi.
 • Njótið á þann hátt sem stemmning og stuð segir til um!

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson