Menu
Kjúklingastrimlar með appelsínu og sýrðum rjóma

Kjúklingastrimlar með appelsínu og sýrðum rjóma

Appelsínukjúklingur sem er upplagt að prófa.

Innihald

1 skammtar
kjúklingakjöt skorið í strimla
smjör
appelsína, börkur og safi
rauðlaukur
saxað engifer
sæt chillisósa
salt og nýmalaður svartur pipar
sýrður rjómi 36%

Skref1

  • Brúnið kjúklingastrimlana í smjöri á pönnu og kryddið með salti og pipar.
  • Bætið í rauðlauk, appelsínuberki, appelsínusafa, engifer og sætri chillisósu.
  • Látið sjóða saman við vægan hita í 8-10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður.
  • Bætið að lokum sýrðum rjóma saman við og gætið að sjóða ekki eftir að sýrða rjómanum hefur verið bætt í.
  • Berið fram með hrísgrjónum og salati.