Menu
Kjúklingaspjót  með sveppaostasalati

Kjúklingaspjót með sveppaostasalati

Frábær réttur á veisluborðið, hvort sem er í afmæli, fermingu, útskrift eða annað.

 

Innihald

1 skammtar

Kjúklingur innihald

kjúklingabringur
rjómaostur með hvítlauk
ab-mjólk
rósmarín
malaðaður svartur pipar

Salat innihald:

blandaðir sveppir
rauðlaukur
vorlaukur
villisveppaostur
ólífuolía
hvítlauksgeiri
söxuð steinselja
saxað timjan

Skref1

  • Skerið kjúklingabringurnar í strimla og marinerið í rjómaostablöndunni.
  • Setjið á spjót og bakið við 170°C í 12-15 mínútur.
  • Skerið sveppina niður ekki of smátt og steikið á pönnu í 2 msk. af ólífuolíunni, kælið síðan sveppina.
  • Skerið laukana í bita ásamt villisveppaostinum, bætið saman við kælda sveppina, hrærið saman ólífuolíu, hvítlauk, steinselju og timjan, blandið saman við sveppablönduna.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson