Hér er á ferðinni einstaklega sumarlegt og bragðgott kjúklingasalat með léttri pestódressingu. Það er auðvitað alltaf ljúffengt að gera heimalagað pestó en í þessari uppskrift má alveg spara sér sporin og kaupa tilbúið. Mozzarellakúlurnar passa ótrulega vel með bragðmikilli dressingunni og grilluðum kjúkling.
| úrbeinuð kjúklingalæri/bringur |
| ólífuolía | |
| grænt pestó | |
| safi úr hálfri sítrónu | |
| hvítlauksrif, hökkuð smátt | |
| salt og pipar |
| romain salathöfuð eða annað salat eftir smekk | |
| kirsuberjatómatar, skornir í tvennt | |
| avocado, skorin í sneiðar | |
| lítill rauðlaukur, þunnt skorinn | |
| mozzarellakúlur (180 g) | |
| rifinn parmesan eða Feykir eftir smekk |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir