Menu
Kjúklingasalat með ostasósu og grilluðum maís

Kjúklingasalat með ostasósu og grilluðum maís

Þetta salat er sett saman með hráefni í huga sem mér þykir fara vel og vera góð þegar þau mynda hinn fullkomna bita. Þarna kemur ceasar-salat upp í hugann, líka djúpsteiktir kjúklingavængir og gráðaostasósa og þessi stökki og sæti grillaði maís sem á í raun svo vel við margt.

Það má bæði grilla kjúklinginn í ofni eða djúpsteikja hann. En ég djúpsteikti hann að þessu sinni og það vakti mikla lukku! Skora á ykkur að prófa þetta salat.

Innihald

4 skammtar

Grillaður maís:

repjuolía
maísstönglar, mega vera fleiri
smá tabascosósa, ef vilji er til

Salat:

romain salathaus
avocado
Goðdala ostur að eigin vali

Ostasósa:

sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
majónes
ólífuolía
rjómi frá Gott í matinn
hvítvínsedik
dijon sinnep
rjómaostur með graslauk og lauk
gráðaostur
rifinn cheddarostur
provence-krydd frá Pottagöldrum, eða annað blandað jurtakrydd

Kjúklingur:

kjúklingabringur, skornar í jafna strimla
egg, hrært
salt, pipar og paprikukrydd
panko rasp eða annað brauðrasp

Grillaður maís

  • Olían er sett á pönnu og hituð.
  • Hér má skera fersk maískornin strax af stönglunum áður en þau fara á pönnuna eða steikja fyrst og skafa svo.
  • Maískornin eru látin brúnast aðeins á pönnunni og fá á sig grilltóna.
  • Tabasco dreypt yfir ef vilji er til að fá smá bit í kornin.

Salat

  • Rífið salatið gróft niður og setjið í stóra skál.
  • Skerið avokadó niður í sneiðar en ekki setja saman við salatið. Það fer yfir í lokin.

Ostasósa

  • Allt hráefnið er sett í matvinnsluvél og hrært vel saman þar til sósan er lungamjúk. Það er líka hægt að hræra og blanda með töfrasprota og svo bara í höndunum!
  • Má þynna með meiri rjóma ef þarf.
  • Hrærið sósuna saman við salatblöðin í skálinni. Það þarf líklega ekki alla sósuna saman við, gott að geyma og dreypa yfir salatið þegar allt er komið saman.

Kjúklingur

  • Setjið kjúklinginn, kryddin og eggið í matvinnslupoka og hristið saman.
  • Bætið raspinu saman við og nuddið allt vel saman svo raspið festist á kjúklingnum.
  • Hér má bæði djúpsteikja kjúklinginn í repju- eða sólblómaolíu þar til hann er gullinn og eldaður í gegn. Eða setja hann í 200 gráðu heitan ofn í 12-15 mínútur.

Samsetning

  • Salatinu er raðað saman. Hægt að raða á eitt stórt fat eða gera diska fyrir hvern og einn.
  • Salat á disk, avokadó ef vill. Maískorn yfir. Kjúklingur. Ostaflögur. Meiri sósu dreypt yfir. Borið fram.
Samsetning

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir