Menu
Kjúklingasalat með mozzarella

Kjúklingasalat með mozzarella

Athugið að hér borgar sig ekki að gefa upp mál því slíkt fer alfarið eftir smekk og tilfinningu hvers og eins. Þetta er því kannski meira hugmynd að góðri máltíð en nokkuð annað. 
 

Innihald

1 skammtar
Grillaður kjúklingur
Sólþurrkaðir tómatar
Grilluð paprika
Fersk basilíka
Klettasalat
Mozzarellaostur
Góð ólífuolía
Salt og pipar
Parmesanostur

Aðferð

  • Rífið kjötið niður eða skerið í bita.
  • Setjið í skál ásamt tómötum, papriku, basilíku, mozzarella, vænni slettu af olíu og saltið allt og piprið að ykkar smekk.
  • Leggið klettasalatið á disk, hér má dreypa olíu yfir salatið og jafnvel smá sítrónusafa ef hann er við hendina.
  • Kjúklingasalatið fer ofan á klettasalatið og gott er að strá parmesanosti yfir að lokum. 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson