Menu
Kjúklingasalat með Kríu ostakurli

Kjúklingasalat með Kríu ostakurli

Hver sagði það þyrftu að vera brauðteningar í lúxus sesarsalati? Enginn! Það er nefnilega geggjað að hafa poppað ostakurl og þetta er uppskrift sem þið verðið að prófa! 

Innihald

2 skammtar
kjúklingabringur
lítill salathaus, t.d. romaine
avocado
kirsuberjatómatar
beikonsneiðar, stökkar
Grettir ostur frá Goðdölum, rifinn gróft
Kría ostakurl frá Ostakjallaranum
harðsoðin egg
Dala Salatostur í krydd
kjúklingakrydd
ólífuolía til steikingar

Skref1

  • Steikið kjúklingabringurnar upp úr ólífuolíu stutta stund á hvorri hlið, kryddið vel með kjúklingakryddi og færið yfir í eldfast mót.
  • Eldið í ofni við 180°C í 20 mínútur og leyfið þeim síðan að hvíla í að minnsta kosti 15 mínútur áður en þið skerið þær niður.

Skref2

  • Skerið salat, avókadó og kirsuberjatómata niður, blandið létt saman í skál og setjið Dala salatost og olíu úr krukkunni yfir eftir smekk.
  • Saxið beikonið næst niður og dreifið yfir salatið.
  • Leggið kjúklinginn ofan á og rífið Gretti yfir.

Skref3

  • Skerið eggið niður og setjið ofan á salatið.
  • Toppið loks með Kríu cheddarostakurli.
  • Verði ykkur að góðu.
Skref 3

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir