Rjómapestó kjúklingaréttur sem er bæði fljótlegur og dásamlega góður. Það tekur um 10 mínútur að undirbúa réttinn og svo bakast hann í ofni í 40 mínútur í það heila og á meðan getur þú gluggað í bók eða dansað í eldhúsinu.
| stórar kjúklingabringur | |
| stórar kartöflur | |
| brokkolí og blómkál eftir smekk | |
| döðlur, meira eða minna eftir smekk | |
| pestó | |
| matreiðslurjómi frá Gott í matinn | |
| gratínostur frá Gott í matinn | |
| olía | |
| salt og pipar |
| hvítlauksbrauð |
Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir