Menu
Kjúklingaréttur með rjómaosti og sweet chili sósu

Kjúklingaréttur með rjómaosti og sweet chili sósu

Einstaklega freistandi og ljúffengur réttur sem tekur matartímann á nýtt plan. Það er eitthvað svo notalegt við rjómalagaða kjúklingarétti sem bakast í ofni í einu fati og nú fer sá árstími í hönd þar sem sjóðheitir og fljótlegir ofnréttir hitta beint í mark.

Innihald

5 skammtar
kjúklingabringur
blaðlaukur
sweet chili sósa
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
rjómaostur með graslauk og lauk (ein dós)
kjúklingateningur
sojasósa
rifinn pizza- eða gratínostur eftir smekk

Meðlæti

gott salat og hrísgrjón eða nýbakað brauð

Skref1

  • Hitið ofn í 200 gráður með blæstri.
  • Skerið kjúklingabringur í bita.
  • Hitið pönnu með smá smjöri, saltið og piprið kjúklingabitana og brúnið þá vel eða þar til þeir eru nánast fulleldaðir.
  • Setjið kjúklinginn þá í eldfast mót.

Skref2

  • Lækkið hitann á pönnunni, setjið smá smjör á pönnuna og steikið púrrulaukinn þar til hann mýkist aðeins, ca. 3 mínútur.
  • Setjið rjómann, rjómaostinn, kjúklingatening, sojasósu og sweet chilli sósuna út á pönnuna og leyfið að malla aðeins, smakkið til með sweet chilli sósunni og meiri soja ef ykkur finnst þurfa.
  • Bætið örlitlu vatni saman við sósuna ef ykkur finnst hún of þykk.

Skref3

  • Hellið sósunni því næst yfir kjúklinginn og toppið með rifnum osti.
  • Bakið í ofni við 200 gráður í 15 mínútur eða þar til kraumar í sósunni og hún hefur tekið lit.
  • Berið fram með góðu grænu salati og grjónum eða nýbökuðu brauði.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir