Menu
Kjúklingapasta með papriku

Kjúklingapasta með papriku

Ljúffengur og matarmikill pastaréttur sem nánast öllum þykir góður. Ostahjúpaðir kjúklingabitar í kremkenndri sósu sem er full af mýktri papriku, sem gerir hana sæta og mjúka á móti söltum ostinum.

Innihald

1 skammtar

Ostakjúklingur:

kjúklingabringur, skornar í strimla
egg, hrærð
hveiti
salt og pipar
rifinn Tindur, 5-7 dl, magn eftir smekk

Pasta:

paprikur, rauðar og gular, skornar smátt
blaðlaukur eða rauðlaukur, skorinn smátt
ólífuolía
rjómaostur
rjómi
pastasoð
smakkið til með salti og pipar, jafnvel smá chillipipardufti
pastaskrúfur eða tagliatelle, 300-400 g

Skref1

 • Ostakjúklingur.
 • Hitið ofn í 200 gráður.
 • Veltið kjúklingi upp úr hveiti, eggi og osti. Raðið á ofnplötu eða í form. 
 • Eldið þar til kjúklingurinn er klár alveg í gegn, fer algjörlega eftir stærð bitanna. 

Skref2

 • Pasta.
 • Mýkið paprikur og lauk í góðri ólífuolíu á pönnu, í um 10-15 mínútur.
 • Setjið rjómaost saman við og látið bráðna saman.
 • Hellið rjóma á pönnuna og látið suðu koma upp.
 • Kryddið og smakkið til.

Skref3

 • Sjóðið pasta, þegar það er að verða klárt, takið þá smá pastasoð frá og bætið í nokkrum skömmtum saman við sósuna, eins og þurfa þykir til að ná góðri áferð á hana.
 • Sósuna má hræra saman við pastað eða setja hana á pastað fyrir hvern og einn.
 • Þá fer kjúklingurinn yfir herlegheitin.
 • Berið fram og njótið vel

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir