Menu
Kjötbollur í rjóma tómatsósu með spagettí

Kjötbollur í rjóma tómatsósu með spagettí

Fljótleg og fjölskylduvæn uppskrift að kjötbollum sem stundum eru kallaðar pizzubollur. Sniðugur réttur í matarboðum þar sem börn og fullorðnir koma saman. Matur sem kætir og fyllir alla og er einstaklega umvefjandi á köldum vetrarkvöldum.

Innihald

1 skammtar
hvítar formbrauðsneiðar
matreiðslurjómi eða rjómi
nautahakk
fínrifinn börkur af einni sítrónu
parmesanostur
þurrkað óreganó
sjávarsalt
svartur pipar
ólífuolía og smjör

Sósa:

laukur, fínsaxaður
hvítlauksrif, marin
kjúklingakraftsteningur, mulinn
tómatpassata
matreiðslurjómi eða rjómi
tómatpúrra
handfylli af ferskri basilíku, gróft söxuð
sjávarsalt og svartur pipar
spagettí

Skref1

  • Setjið formbrauðsneiðarnar í stóra skál og hellið rjómanum yfir. Látið þær sjúga vökvann í sig.
  • Setjið hakk, sítrónubörk, óreganó, parmesanost, salt og pipar saman við.
  • Blandið saman með höndunum og mótið kjötbollur. Stærð fer eftir smekk en ágætt að miða við stærð á golfkúlum.
  • Hitið smá olíu og smjör á pönnu og steikið bollurnar í skömmtum. Geymið.

Skref2

  • Setjið smá meiri olíu og smjör á pönnuna og mýkið laukana í u.þ.b. 5 mínútur. Setjið kjúklingakraftsteninginn saman við.
  • Hellið tómatpassata, rjóma, tómatpúrru og basilíku út á pönnuna. Hrærið og látið sjóða í 2 mínútur. Smakkið til með salti og pipar.
  • Setjið loks bollurnar út í sósuna og látið malla á vægum hita undir loki í 10 mínútur.

Skref3

  • Sjóðið á meðan spagetti samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  • Berið kjötbollurnar fram með spagettí og auka parmesanosti eða öðrum rifnum og bragðsterkum osti.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir