Menu
Kirsuberjakossar

Kirsuberjakossar

Þessi uppskrift er algjör dásemd er upplagt að útbúa og gefa í fallegri pakkningu þegar ykkur er boðið í matarboð eða sem heimatilbúna jólagjöf.
Einföld uppskrift dugar fyrir 25 ber.

 

Innihald

1 skammtar
kirsuber með stilka
marsípan
flórsykur
dökkt súkkulaði

Skref1

  • Setjið bökunarpappír á plötu og setjið til hliðar.
  • Hellið vatninu af kirsuberjunum og raðið þeim á pappír til þess að þurrka þau.
  • Hnoðið marsípan og flórsykur þar til það hefur blandast vel saman. Fletjið marsípanið út þar til það er orðið um 0,5 cm á þykkt. Gott er að hafa vel af flórsykri þegar þið fletjið marsípanið út svo það festist ekki við borðið.
  • Skerið út litla kassa um 5x5 cm. Setjið marsípanið utan um hvert kirsuber fyrir sig og myndið fallega kúlu.
  • Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði  þar til það hefur bráðnað alveg. Dýfið kirsuberjunum ofan í súkkulaðið og leggið á smjörpappír.
  • Gott er að setja kirsuberin í kæli þar til súkkulaðið hefur náð að storkna. Geymist í kæli þar til borið er fram. 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir