Menu
Kínóasalat

Kínóasalat

Hollt og gott salat sem er upplagt að taka með sér sem nesti í vinnu, eða njóta þegar þig langar í léttan kvöldmat. Svo má auðvitað bjóða upp á salatið sem meðlæti með hvers kyns kjöti og fiski.

Innihald

1 skammtar

Hráefni

kínóa, ósoðið
stór laukur
sætar kartöflur (150-200 g)
hreinn fetaostur; fetakubbur frá Gott í matinn
ögn af steinselju

Skref1

  • Setjið tvo bolla af vatni í pott og látið koma upp suðu. Bætið við kínóa ofan í og látið malla á meðalhita. Í raun er þetta eins og að sjóða hrísgrjón. Sigtið og látið kólna.
  • Skerið sætar kartöflur í bita og sjóðið þar til tilbúnar. Einnig hægt að gufusjóða þær.
  • Skerið lauk í þunnar sneiðar. Setjið olíu á pönnu og látið hitna. Steikið laukinn þar til orðinn gylltur.
  • Blandið öllu saman og bætið svo hreinum rifnum fetaosti frá MS Gott í matinn.
  • Skreytið með smá steinselju (má sleppa).

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir