Menu
Ketó súkkulaðimús

Ketó súkkulaðimús

Þessi súkkulaðimús með íslenskum mascarpone svíkur engan og hún er bæði sykurlaus og ketó-væn. Súkkulaðismyrjan er jafnframt fullkomin ofan á vöfflur eða hituð örlítið og notuð sem sósa ofan á góðan ís.

Þessi uppskrift dugar fyrir 2-4.

Innihald

2 skammtar

Súkkulaðismyrja

rjómi frá Gott í matinn
súkkulaðiplata, sykurlaus
ketóvænt gyllt síróp

Ostakökumús

íslenskur mascarpone frá Gott í matinn
vanilludropar
ketóvænt gyllt síróp
súkkulaðismyrja

Súkkulaðismyrja

  • Setjið allt sem þarf í súkkulaðismyrjuna í lítinn pott og hitið á miðlungs hita þar til allt súkkulaðið er bráðnað og sósan farin að þykkna.
  • Kælið í ísskáp þar sem hún þykknar.

Súkkulaðimús

  • Setjið innihaldið úr einni mascapone dós í hrærivél og þeytið vel ásamt sírópi og vanilludropum.
  • Bætið við 1,5 dl af smyrjunni út í og þeytið þar til allt er vel blandað og silkimjúkt.
  • Sprautið blöndunni í falleg glös og geymið í kæli þar til tími er kominn á góðan eftirrétt.
Súkkulaðimús

Höfundur: Hanna Þóra Helgadóttir