Menu
Ketó pizza

Ketó pizza

Þessi pizza er ein sú allra besta. Botninn er að mínu mati hinn fullkomni ketó botn, hann heldur sér vel og verður stökkur og góður.

Meira að segja það góður að fólk sem almennt borðar ekki ketómat borðar hann með bestu lyst!

Innihald

4 skammtar

Ketó pizzabotn

rifinn mozzarella ostur frá Gott í matinn
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
möndlumjöl
lyftiduft
þurrkað óreganó
eggjahvíta

Álegg

36% sýrður rjómi frá Gott í matinn
Rifinn parmesan
Skallottulaukur, fínt sneiddur
Rifinn mozzarella ostur frá Gott í matinn
Rifinn bragðmikill ostur, t.d. Óðals Tindur
Góð skinka, skorin smátt
Fersk steinselja
Svartur pipar

Skref1

  • Hitið ofn í 220 gráður með blæstri.

Skref2

  • Hrærið mjög vel saman öllu nema eggjahvítu í glerskál sem þolir hita.
  • Setjið í örbylgjuofn og hitið við hæsta styrk í 30 sekúndur – 1 mínútu í einu þar til osturinn er alveg bráðnaður og allt blandast vel saman.

Skref3

  • Takið úr ofninum og leyfið að kólna í 2-3 mínútur.
  • Bætið þá eggjahvítunni út í og hnoðið henni vel saman við (best að setja á sig hanska og nota hendurnar).

Skref4

  • Fletjið deigið þunnt út á milli tveggja smjörpappírsarka.
  • Takið efri pappírinn af og setjið botninn á plötu og inn í ofn í 10 mínútur eða þar til hann byrjar að taka lit.
  • Snúið pizzubotninum þá við og bakið áfram í 10 mínútur og takið þá út.

Skref5

  • Hrærið saman sýrðum rjóma, parmesan og dálitlum svörtum pipar og smyrjið yfir pizzuna.

Skref6

  • Toppið með rifnum osti eftir smekk, lauknum og skinkunni og bakið í 10 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.
  • Toppið með saxaðri ferskri steinselju.
Skref 6

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir