Menu
Ketó ostasnakk með ostadýfu

Ketó ostasnakk með ostadýfu

Nachos flögur eru einstaklega bragðgóðar en henta ekki þeim sem vilja sneiða hjá kolvetnum eða eru á ketó. Þessi uppskrift svalar snakkþörfinni og ostasósuna er að sjálfsögðu hægt að nota með öðru snakki eða réttum.

Þessi uppskrift dugar sem snarl fyrir tvo til fjóra.

Innihald

1 skammtar

Ostasnakk

rifinn Mozzarella ostur frá Gott í matinn
möndlumjöl
krydd eða salt eftir smekk, t.d. Lime/pepper frá Santa Maria

Ostasósa

rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
rifinn Cheddar ostur frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn
krydd eftir smekk, t.d. chili og cumin

Ostasnakk

 • Byrjum á því að blanda saman rifnum mozzarella og möndlumjöli í glerskál.
 • Setjið skálina í örbylgjuofn og hitið í um 2 mínútur eða þar til osturinn er allur bráðnaður.
 • Fletjið deigið út þar til það er orðið mjög þunnt.
 • Skerið því næst deigið í þríhyrninga og raðið á bökunarpappír. Gætið þess að hafa gott bil á milli þríhyrninga.
 • Kryddið snakkið með kryddi að eigin vali.
 • Bakið við 180 gráður á blæstri þar til snakkið er orðið fallega gyllt og stökkt.
 • Það er gott ráð að taka snakkið af plötunni um leið og það kemur úr ofninum og leyfa því að kólna á grind. Ef það liggur á pappírnum á plötunni getur það orðið mjúkt og seigt þegar fitan og rakinn kemst í snakkið.

Ostasósa

 • Blandið saman í skál ( eða litlum potti) rifnum Cheddar osti, rjómaosti og rjóma.
 • Það er hægt að hita sósuna í 30 sek. í örbylgjuofninum og hræra á milli eða hita í potti á miðlungs hita. Gætið þess að hita sósuna einungis þar til osturinn nær að bráðna, hún má ekki malla.
 • Það er hægt að gera hana sterka með chilli kryddi og cumin kryddi.
 • Berið sósuna fram volga með snakkinu.
 • Ef þið ætlið að hita upp sósuna er mikilvægt að setja hana bara í 10 sek. í einu í örbylgju og fylgjast með. Ef hún hitnar of mikið þá skilur hún sig og verður ekki mjög lystug.

Höfundur: Hanna Þóra Helgadóttir