Menu
Kartöflusalat með  beikoni og piparosti

Kartöflusalat með beikoni og piparosti

Þetta salat er saðsamt og gott með stökku beikoni og piparosti - tilvalið með grillmatnum!

Einstaklega gott meðlæti sem slær í gegn!

Innihald

4 skammtar
kartöflur
beikon, eða beikonkurl
egg
majones
10% sýrður rjómi frá Gott í matinn
steinselja
vorlaukur
dijon sinnep
sykur
sítróna, safinn
salt
piparostur

Skref1

  • Skerið kartöflurnar í sneiðar og setjið í pott með vatni ásamt 1 msk. af salti.
  • Sjóðið kartöflurnar í um 7 til 10 mínútur. Kartöflurnar mega alls ekki sjóða of lengi því þá verða þær að mauk þegar þið blandið þeim saman við salatið.
  • Þegar kartöflurnar eru tilbúnar er gott að láta kalt vatn renna á þær í örstutta stund.

Skref2

  • Á meðan að kartöflurnar sjóða, steikið þið beikonið.
  • Ef þið eruð ekki með beikonkurl þá þarf að skera beikonið smátt niður.
  • Gott er að steikja beikonið þar til það verður örlítið stökkt.

Skref3

  • Setjið egg í pott og sjóðið á meðan kartöflurnar eru í suðu.

Skref4

  • Blandið majonesi, sýrðum rjóma, Dijon sinnepi, sykri, sítrónusafa og ½ tsk af salti saman í skál og hrærið.
  • Saxið steinselju og vorlauk smátt niður og blandið saman við.
  • Skerið pipar kryddostinn smátt niður.

Skref5

  • Setjið kartöflurnar í skál ásamt kryddostinum og beikoninu.
  • Skerið eggin smátt niður og blandið saman við.
  • Hellið majonesblöndunni saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Setjið saxaðan vorlauk ofan á. Geymið inni í ísskáp þar til salatið er borið fram.
Skref 5

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir