Menu
Kartöflusalat

Kartöflusalat

Einstaklega gott og næringarríkt kartöflusalat sem hentar vel sem meðlæti með öllum mat. 

Innihald

1 skammtar
kartöflur
sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
íslenskur twaróg ostur
dijon sinnep
hunang
safi úr einni sítrónu
rauðlaukur (1 stk.)
súrar gúrkur (2-3 stk.)
ferskt dill eftir smekk
salt og pipar

Aðferð

  • Sjóðið kartöflurnar í um 20 mínútur.
  • Blandið innihaldsefnum saman í skál.
  • Twaróg osturinn er mulinn niður, rauðlaukurinn skorinn smátt ásamt súru gúrkunum og dillinu.
  • Hellið vatninu af kartöflunum og leyfið þeim að kólna örlítið.
  • Skerið svo kartöflurnar í hæfilega bita og blandið út í skálina.
Aðferð

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 14 g - Prótein: 3,3 g - Fita: 2,3 g - Trefjar: 1,4 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða kartöflusalat.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga