Menu
Kartöflugratín með pepperóníi/beikoni, sveppum og osti

Kartöflugratín með pepperóníi/beikoni, sveppum og osti

Aðferð:
Flysjið kartöflurnar og skerið þær í teninga. Setjið þá í pott ásamt grænmetiskrafti og svo miklu vatni að rétt fljóti yfir og sjóðið í 12-15 mínútur. Steikið á meðan pepperóní eða beikon og sveppi á pönnu og hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman rjómaost, matreiðslurjóma og pipar og salt eftir smekk. Hellið vatninu af kartöflunum, blandið þeim saman við pepperóníið og sveppina og dreifið blöndunni í eldfast mót, meðalstórt. Hellið rjómablöndunni yfir og stráið osti yfir allt saman. Bakið í 20-25 mínútur, eða þar til gratínið hefur tekið góðan lit.

 

Innihald

1 skammtar

gratín

salt og pipar
bökunarkartöflur
grænmetiskraftur
pepperónísneiðar eða 150 g beikon í sneiðum
sveppir, skornir í sneiðar
rjómaostur
matreiðslurjómi
gratínostur

Höfundur: Nanna Rögnvaldsdóttir