Menu
Kartöflugratín frá lækninum í eldhúsinu

Kartöflugratín frá lækninum í eldhúsinu

Læknirinn í eldhúsinu á heiðurinn að þessari uppskrift og þetta með betri kartöflugratínum sem við höfum smakkað.

Innihald

1 skammtar

Hráefni:

kartöflur
smjör
rjómi
skalottulaukar (2-3 stk.)
hvítlauksrif
hvítlauksolía (2-3 msk.)
nokkrar greinar af fersku timjan
salt og pipar
góður harður ostur, t.d. Óðals-Tindur

Skref1

  • Auðvitað þarf að byrja á því að flysja kartöflurnar.
  • Svo þarf að smyrja formið með mjúku smjöri. Einnig er gott að kreista tvo eða þrjú hvítlaukrif og smyrja eldfasta mótið með þeim að innan.
  • Skerið kartöflurnar með mandólíni þannig að sneiðarnar verði allar jafnþunnar, en auðvitað má skera þær niður með hníf sé mandólín ekki til taks. Svo er bara að raða þeim upp lag fyrir lag og pensla af og til með hvítlauksolíu (meira er eiginlega alltaf betra).
  • Af og til er líka ljómandi gott að setja með smáræði af afar þunnt skornum skalottulauk og timjani og mikilvægt að salta og pipra á milli kartöflulaga.

Skref2

  • Svo er það rjómi og nóg af honum, en rjómanum er hellt yfir kartöflurnar þegar búið að er að raða þeim öllum í mótið.
  • Næst er að rífa handfylli af ljúffengum osti yfir kartöflurnar, eins og Óðals-Tindi, og dreifa honum vel. 
  • Hitið ofninn í 180 gráður og bakið gratínið, fyrst undir álpappír til að brenna ekki ostinn, í 45 mínútur. Svo er álpappírinn tekinn af og osturinn látinn brúnast í korter í viðbót. 
  • Svo er ekkert annað en að bera þessa dásemd fram. 

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson