Menu
Karamellukjúklingur

Karamellukjúklingur

Bragðmikill og um leið sætur kjúklingaréttur sem smakkast einstaklega vel með kartöflugratíni með Óðals Cheddar.

Innihald

1 skammtar
kjúklingabringur
BBQ sósa
ananassafi
hvítlauksrif, marin
engifer, rifið
púðursykur
íslenskt smjör til steikingar

Skref1

  • Byrjið á því að skera bringurnar í passlega stóra bita.
  • Takið næst fram stóra skál og útbúið marineringuna. Í henni er BBQ sósa, ananassafi og hvítlauksrif ásamt engiferi, hunangi og púðursykri. Hrærið þessu vel saman og setjið kjúklinginn út í. Best er að láta kjúklinginn liggja í marineringunni í 2-4 klst. (í lokuðu íláti) inni í ísskáp fyrir eldun.
Skref 1

Skref2

  • Steikið kjúklinginn þar til hann byrjar að brúnast og orðinn karamelliseraður.
  • Hellið sósunni þá yfir og leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur til viðbótar á miðlungs hita. Berið fram með t.d. salati og kartöflugratíni með Óðals-Cheddar osti.

Höfundur: Tinna Alavis