Menu
Karamellu ostakaka í glasi

Karamellu ostakaka í glasi

Hver elskar ekki að geta borið fram ljúffenga ostaköku í glasi sem ekki þarf mikla fyrirhöfn. Þessa ostaköku tekur enga stund að útbúa, karamellan en einstaklega góð á móti ostakökunni og stökkum botni með piparkökum og pekanhnetum. Ekkert mál að gera daginn áður.

Innihald

6 skammtar

Botn

piparkökur eða kanilkex
pekanhnetur
smjör

Ostakaka

rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
vanilludropar
karamella/karamellusósa, keypt tilbúin

Toppur

karamella
rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
rest af piparköku og pekanhnetu blöndunni

Skref1

  • Setjið piparkökur eða kanilkex í matvinnsluvél og látið hana vinna þar til kexið er orðiðfín malað.
  • Grófsaxið pekanhneturnar og blandið þeim saman við.
  • Bræðið smjör og hrærið vel saman við.
  • Setjið tvær kúfaðar matskeiðar í hvert glas og þjappið vel niður með botni af öðru glasi eða skeið. Setjið í kæli á meðan þið undirbúið ostakökuna.
  • Geymið rest til að setja ofan á kökurnar í lokin.

Skref2

  • Þeytið 150 ml af rjóma og setjið til hliðar.
  • Setjið rjómaost í hrærivél ásamt sykri, vanilludropum og tilbúinni karamellu og hrærið þar til blandan er orðin mjúk og slétt. Ef karamellan er mjög þykk er gott að setja hana inni í örbylgjuofn 10-15 sekúndur áður en henni er blandað saman við.
  • Blandið rjómanum varlega saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Skref3

  • Best er að setja rjómaostablönduna í sprautupoka og sprauta henni fallega ofan í hvert glas fyrir sig. Setjið ostakökuna inn í ísskáp í 2-4 klst.
  • Áður en kakan er borin fram setjið 1-2 msk. af karamellu yfir hvert glas, þreytið restina af rjómanum og sprautið honum ofan á.
  • Setjið loks afganginn af piparköku- og pekanhnetublöndunni yfir rjómann.
  • Geymist í kæli þar til ostakakan er borin fram.
Skref 3

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir