Menu
Kanilsnúðar með karamellu og pekanhnetum

Kanilsnúðar með karamellu og pekanhnetum

Kanilsnúðar gera alla daga betri og þessir eru einstaklega mjúkir og bragðgóðir! Það má auðvitað setja hefðbundinn glassúr á snúðana en karamellusósa og pekanhnetur slá honum mögulega við.

Þessi uppskrift dugar fyrir 8-10 manns.

Innihald

1 skammtar

Kanilsnúðar:

þurrger
mjólk
sykur
volgt vatn
vanilludropar
egg
salt
brætt smjör
hveiti
bráðið smjör til að pensla í lokin

Kanilfylling:

mjúkt smjör
sykur
kanill

Karamellusósa:

púðursykur
smjör
vanilludropar
salt
mjólk
pekanhnetur

Skref1

 • Volgt vatnið og þurrger er sett í glas og látið bíða í nokkrar mínútur.
 • Egg, mjólk, bráðið smjör, salt og sykur er sett í hrærivélina og hrært þar til það hefur blandast vel saman (best að nota krókinn, hnoðarann á hrærivélinni).
 • Næst fer þurrgersblandan og hveitið út í og hnoðað vel.
 • Takið deigið úr hrærivélinni, gerið úr því kúlu, penslið með olíu og setið í skál með plastfilmu yfir og látið það standa í um eina og hálfa klst. eða þar til það hefur nánast tvöfaldast.
Skref 1

Skref2

 • Þegar deigið er tilbúið er smjörpappír lagður á borðið og hveiti dreift yfir. Deigið er sett ofan á og það flatt út í ferhyrning.
 • Kanilblandan er nú sett ofan á og dreift vel úr henni og svo er deiginu rúllað upp og skorið í jafna bita.
 • Í eldfast form fer smjörpappír og kanilsnúðunum er raðað í formið og þeir penslaðir með bræddu smjöri.
 • Inn í ofn í 25 mínútur eða þar til það er kominn brúnleitur gljái á þá.
Skref 2

Skref3

 • Á meðan snúðarnir eru inn í ofni er byrjað á karamellunni. Öll hráefnin nema pekanhneturnar eru sett í pott og látið sjóða við vægan hita í um 5 mínútur, það þarf að hræra vel svo karamellan brenni ekki. Pekanhneturnar eru skornar í bita og þeim bætt út í og potturinn tekinn af hellunni.
 • Þegar snúðarnir er komnir út er karamellan sett yfir og þá eru þeir tilbúnir.
 • Snúðarnir eru mjög góðir volgir með ís.
Skref 3

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir