Hver elskar ekki skúffukökur? Þessi er afar hjartahlýjandi og dásamleg með einstöku kanilbragði og örlitlum kaffikeim. Óskajógúrt með hnetu- og karamellubragði gerir kökuna mjúka og bragðgóða en ef þið viljið enn meira kaffibragð mætti skipta því út fyrir Óskajógúrt með kaffibragði. Yndisleg uppskrift fyrir rigningardaga að vori og sumri. Njótið vel.
hveiti | |
sykur | |
kanill | |
kakó | |
salt | |
matarsódi | |
lyftiduft | |
Óskajógúrt með hnetu- og karamellubragði | |
egg | |
mjólk | |
vanilluextrakt | |
smjör, brætt |
sykur | |
kanill |
flórsykur | |
kakó | |
smjör, brætt | |
heitt sterkt kaffi | |
vanilluextrakt | |
• | smá klípa sjávarsalt |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir