Menu
Kanilkaka með sítrónu rjómaostakremi

Kanilkaka með sítrónu rjómaostakremi

Það er óhætt að segja að sítrónukremið setji punktinn yfir i-ið á þessari ljúffengu kanilköku.

Innihald

1 skammtar
sykur
smjör við stofuhita
hveiti
lyftiduft
salt
egg
vanilludropar
mjólk
púðursykur
kanill

Krem innihald

rjómaostur við stofuhita
smjör við stofuhita
flórsykur
sítrónudropar

Skref1

 • Hitaðu ofninn í 180 gráður, hafðu tilbúin tvö meðalstór bökunarform og settu smjörpappír í botninn á þeim og stráðu örlitlu hveiti yfir. Þetta er gert svo að auðvelt verði að ná kökunni úr forminu.
 • Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og salti í skál og settu til hliðar.
 • Hrærðu saman smjöri og sykri þangað til blandan verður mjúk og létt, bættu eggjunum saman við, einu í einu og hrærðu vel á milli. Skafðu hliðarnar í skálinni af og til, til þess að blanda deiginu vel saman. Bættu vanilludropum saman við.
 • Helltu hveitiblöndunni og mjólkinni smám saman út í skálina og hrærðu á litlum hraða. Hrærðu vel saman.
 • Blandaðu saman púðursykrinum og kanilnum og settu saman við deigið, hrærðu varlega saman við með sleif svo að púðursykurinn og kanilinn blandist gróflega saman við.
 • Helltu deiginu í tvö meðalstór bökunarform og bakið í u.þ.b. 30-35 mínútur.

Skref2

 • Sítónukremið sem setur punktinn yfir i-ið er einfalt að búa til.
 • Hrærðu smjör þangað til það er orðið mjúkt. Bættu svo saman við rjómaostinum og hrærðu vel saman.
 • Næst er flórsykrinum blandað varlega saman við, smá og smá í einu og hrært vel á milli áður en sítrónudropunum er bætt við.
 • Þegar botnarnir hafa kólnar er kreminu smurt á annan botninn, hinn lagður ofan á og meira krem sett á toppinn.
 • Kökuna má skreyta með sítrónuberki eða sneið(um) af sítrónu eða límónu.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir