Menu
Kanilkaka með rjómaostamiðju

Kanilkaka með rjómaostamiðju

Þetta er te- og kaffikaka af bestu gerð. Það er gaman að búa hana til, tekur smá tíma en er alls ekki flókið. Vel þess virði að bera fram fyrir góða gesti... eða bara sig!

Innihald

1 skammtar
mjúkt smjör
púðursykur
vanilludropar
stór egg
sýrður rjómi frá Gott í matinn
hveiti
lyftiduft
natron
kanill
kardimommur, malaðar
salt
uppáhellt kaffi

Kanilsykur

púðursykur
kanill

Rjómaostamiðja

gamli rjómaosturinn frá Gott í matinn

Toppur

hveiti
mjúkt smjör
púðursykur
kanill

Gljái

flórsykur
nýmjólk frá MS
vanilludropar
sterkt kaffi, magn eftir smekk

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Hrærið saman smjör og púðursykur þar til blandan er létt og ljós.
  • Hellið vanilludropum saman við, brjótið egg í skálina og setjið sýrðan rjóma saman við.
  • Hrærið þar til allt hefur blandast vel.
  • Sigtið hveitið í skálina, setjið önnur þurrefni saman við og hellið kaffi út í.
  • Hrærið vel en gætið að því að hræra ekki of mikið, þá missir kakan léttleikann og getur orðið of þétt í sér.

Skref2

  • Deigið getur bæði farið í hringform sem og brauðform. Uppskriftin fer í tvö hefðbundin brauðform en eitt stórt hringform.
  • Smyrjið formið sem valið er með smjöri.
  • Hellið helmingi deigsins í formið og sléttið.
  • Hrærið saman púðursykri og kanil og stráið kanilsykrinum jafnt yfir deigið.

Skref3

  • Mýkið rjómaost í potti eða örbylgjuofni.
  • Dreifið ostinum jafnt yfir deigið og kanilsykurinn.
  • Hellið afganginum af deiginu yfir ostinn.

Skref4

  • Setjið allt hráefnið í toppinn í skál og blandið saman, kreistið, með höndunum.
  • Úr á að verða kurl sem stráð er yfir efsta lag kökunnar áður en henni er stungið í ofninn.
  • Bakið í um 50 mínútur eða þar til prjónn, sem stungið er í miðju kökunnar, kemur hreinn út.
  • Látið kökuna kólna í 30 mínútur og takið úr forminu.

Skref5

  • Hrærið saman flórsykur, mjólk og vanilludropa þar til úr verður kekkjalaus og þykk blanda.
  • Hellið kaffi saman við til að þynna gljáann. Athugið að magn af kaffi verður að ráðast af smekk og það má þynna gljáann með meiri mjólk eða smá vatni.
  • Hellið yfir kökuna.
  • Látið gljáann taka sig í 10 mínútur áður en kakan er borin fram og skorin niður.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir