Menu
Kalt pastasalat með kjúkling

Kalt pastasalat með kjúkling

Kalt pasta salat með kjúkling, ostakubbi og fersku grænu pestó sem er tilvalið í hádegismat og nesti, sem léttur kvöldmatur eða fyrir saumaklúbbinn. Einfalt og fljótlegt og gott að bera fram með góðu brauði. 

Innihald

4 skammtar
pastaskrúfur
tilbúinn kjúklingur eða 3 eldaðar bringur
litlir tómatar
ostakubbur
heil fersk basilíka í potti
furuhnetur
góð ólífuolía
rifinn parmesan ostur eða Goðdala Feykir
hvítlauksrif
rifinn börkur af einni sítrónu
safi úr sítrónu
salt og pipar

Skref1

  • Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  • Eftir að pastað er soðið er gott að láta kalt vatn renna á það svo það kólni.
  • Þá er að útbúa ferska pestóið. Setjið ferska basilíku, furuhnetur, ólífuolíu, rifinn parmesanost, hvítlauksrif, börk af sítrónu, sítrónusafa og smá salt og pipar í matvinnsluvél og látið hana vinna þar til allt hefur náð að blandast vel saman og orðið að sósu.

Skref2

  • Setjið kalt pasta í skál, setjið fersku pestósósuna yfir og blandið vel saman.
  • Skerið ostakubbinn í litla teninga, notið hálfan eða heilan kubb eftir smekk, og setjið saman við pastað ásamt niðurskornum tómötum og kjúkling.
  • Saltið og piprið eftir smekk.
  • Gott er að setja auka furuhnetur saman við.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir