Menu
Jólakrans með ostum

Jólakrans með ostum

Þessi ostakrans er sniðug hugmynd fyrir jólaboðin en hér hef ég útbúið fallega og ljómandi góða snittupinna í jólabúning. Fjöldi og stærð pinna fer svo eftir fjölda gesta en kransinn má stækka og minnka að vild.

Innihald

1 skammtar
ferskar rósmaríngreinar
mozzarella kúlur
hvítlauksostur frá MS
ólífur
litlir tómatar
parmaskinka
spægipylsa
grill- eða ostapinnar

Aðferð

  • Rósmarín raðað í hring á borð eða á stóran kökudisk.
  • Skerið Hvítlauksostinn í teninga á stærð við mozzarellakúlurnar og tómatana.
  • Innihaldsefnin eru dregin á pinnana og raðað í hring. Ég notaði grillpinna sem ég stytti aðeins.
  • Í lokinn er hægt að fylla upp í með meira rósmarín.
  • Einnig er fallegt að setja ost, t.d. Jóla Brie, í miðjuna á kransinum og bera fram með kexi eða góðu brauði.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir