Menu
Jólakrans með hindberjarjóma og súkkulaði

Jólakrans með hindberjarjóma og súkkulaði

Það er varla til sparilegra bakkelsi en vatnsdeigshringur og mikið er hann líka jólalegur.

Þessi er dásamlega ljúfur og bragðgóður með hindberjum og súkkulaði sem smellpassar saman.

Innihald

6 skammtar

Vatnsdeig:

smjör
vatn
nýmjólk
sykur
hveiti
stór egg
egg til að pensla yfir deigið

Fylling:

rjómi frá Gott í matinn
hindber (takið nokkur frá fyrir skreytingar)
flórsykur
vanilluextract

Toppur:

dökkt súkkulaði
rjómi frá Gott í matinn
nokkur hindber
flórsykur

Vatnsdeig

  • Hitið ofn í 180 gráður með blæstri.
  • Setjið vatnið og mjólkina í pott ásamt smjörinu og sykrinum og hitið að suðu. Lækkið þá undir, hellið hveitinu strax saman við og hrærið vel með sleif þar til deigið losnar frá köntunum og er slétt.
  • Setjið í skál og leyfið aðeins að kólna.
  • Bætið eggjunum einu í einu út í og hrærið mjög vel á milli. Þægilegt er að nota hrærivél við þetta.
  • Setjið deigið með tveimur matskeiðum á bökunarpappírsklædda ofnplötu og myndið hring sem er um 20 cm í þvermál (gott að teikna hring til viðmiðunar, t.d. með litlum matardisk).
  • Pískið eggið saman og penslið þið yfir hringinn. Gott er að dýfa fingrunum aðeins í eggið og slétta úr mestu misfellunum á deiginum til þess að hringurinn verði fallegri.
  • Bakið í 40-45 mínútur eða þar til deigið hefur lyft sér vel og er alveg bakað í gegn.
  • Látið hringinn kólna alveg og kljúfið hann svo í tvennt.

Fylling og samsetning

  • Þeytið saman rjóma, hindber, flórsykur og vanillu (óþarfi að stappa hindberin áður, þau þeytast saman við rjómann).
  • Opnið vatnsdeigshringinn og leggið á kökudisk.
  • Dreifið úr rjómanum og leggið lokið yfir.
  • Bræðið saman rjóma og súkkulaði, kælið aðeins og hellið svo yfir.
  • Skreytið með hindberjum og sigtuðum flórsykri.
Fylling og samsetning

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir