Menu
Jólaís með súkkulaði, hunangi og krókant

Jólaís með súkkulaði, hunangi og krókant

Innihald

12 skammtar

Ís

matreiðslurjómi frá Gott í matinn
vanillustöng
koníak eða brandý (má sleppa)
rjómasúkkulaði með hnetum
stórar eggjarauður
hunang
rjómi frá Gott í matinn
grísk jógúrt frá Gott í matinn

Krókant

sykur
heslihnetur, heilar
örlítið vatn

Skreyting

fersk ber
konfektmolar

Ís

  • Skerið vanillustöngina í tvennt eftir endilöngu og skafið kornin úr henni. Setjið bæði korn og stöng í pott ásamt matreiðslurjómanum og víni. Hitið að suðu en látið rjómann þó ekki sjóða. Takið af hitanum og setjið súkkulaðið í bitum saman við.
  • Þeytið á meðan eggjarauður og sykur saman í skál. Hellið svo súkkulaðirjómanum rólega saman við eggjarauðurnar og hrærið stöðugt í á meðan. Hellið öllu í pottinn aftur. Hafið hitann mjög vægan og hrærið stöðugt. Takið pottinn af hitanum þegar blandan fer að þykkna aðeins, hellið henni gegnum sigti í skál og látið kólna vel
  • Léttþeytið rjómann. Blandið grísku jógúrtinni saman við þeyttan rjómann. Hrærið rjómanum og grísku jógúrtinni gætilega saman við ísblönduna. Blandið helmingnum af krókantmylsnuni saman við ísblönduna. Notið afganginn af krókantinu til að setja innan í formið sem ísinn er frystur í. Hellið blöndunni í ísvél og frystið. Ef ekki er notuð ísvél er ísinn frystur í formi og síðan tekinn út eftir hálftíma og hrært vel í. Svo er hann settur aftur í frysti í hálftíma og tekinn út og hrært í. Þetta þarf að endurtaka 3-4 sinnum.

Krókant

  • Setjið sykur og vatn í pott. Hitið upp við vægan hita. Hrærið reglulega í pottinum svo að sykurinn bráðni jafnt en hrærið alls ekki stanslaust (notið trésleif).
  • Þegar sykurinn byrjar að brúnast þarf að fylgjast vel með honum og gæta þess að hann brenni ekki. Þegar sykurinn er orðinn gullinbrúnn er potturinn tekinn af hitanum og hnetunum blandað saman við sykurinn.
  • Hellið sykurbráðinni á bökunarpappír og látið storkna. Þegar karamellan er orðin hörð má brjóta hana niður í litla bita. Fínmalið karamelluna í matvinnsluvél og þá eru þið komin með krókant.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir