Menu
Jólabollakökur með sítrónukremi

Jólabollakökur með sítrónukremi

Kryddaðar, fínar og alveg einstaklega mjúkar bollakökur með sítrónukremi.

Innihald

12 skammtar
hveiti
engifer krydd
kanill
múskat
salt
smjör við stofuhita
sykur
síróp
egg létthrært
sterkt heitt kaffi
matarsódi

Sítrónukrem

smjör við stofuhita
flórsykur
mjólk
sítrónudropar

Bollakökur

 • Hitið ofninn í 180 C og raðið 12 bollakökuformum í bollakökubökunarform.
 • Setjið hveiti, engifer, kanil, múskat og salt saman í skál og setjið til hliðar.
 • Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt.
 • Létthrærið eggið og blandið því saman við ásamt sírópinu og hrærið.
 • Setjið matarsóda saman við sterkt heitt kaffi og hrærið þar til matarsódinn hefur náð að leysast alveg upp og hellið því saman við blönduna.
 • Blandið síðan hveitinu saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
 • Fyllið bollakökuformin til hálfs og bakið í 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.

Sítrónukrem

 • Hrærið kremið þar til það verður ljóst og létt, bætið flórsykrinum saman við smátt og smátt í einu.
 • Blandið mjólk saman við ásamt sítrónudropunum og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og kremið er orðið mjúkt og slétt.
 • Setjið kremið í sprautupoka með sprautustút 1M og sprautið því á kældar kökurnar.
 • Skreytið með piparkökum.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir