Menu
Jógúrtsnakk með grískri jógúrt

Jógúrtsnakk með grískri jógúrt

Jógúrtsnakk er ofureinfalt að búa til. Það má toppa það með hverju sem hugurinn girnist og þetta er klárlega hollari kostur þegar ykkur langar í gott snarl!

Innihald

1 skammtar
Léttmál grísk jógúrt, hrein
síróp eða hunang, 1-2 msk.

Hugmynd 1

saxaðar döðlur
muldar saltstangir (pretzels)
ristaðar kókosflögur
hnetu- eða möndlusmjör
smá kakóduft

Hugmynd 2

bláber
ristaðar kókosflögur
hnetu- eða möndlusmjör

Aðferð

  • Hrærið saman, klæðið skúffukökuform (c.a 30x40 cm) að innan með bökunarpappír og smyrjið úr jógúrtinni þar yfir.
  • Toppið með því sem hugurinn girnist, sjá hugmyndir hér til hliðar.
  • Frystið yfir nótt og brjótið/skerið í bita.
  • Geymið bitana síðan í frystinum og lokið/plastið vel.
Aðferð

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir