Menu
Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta

Amma Guðrún heitin bakaði reglulega þessa tertu og hún er dásamlega góð. Um daginn var ég að fletta í gömlu uppskriftarbókinni hennar og þar eru enn margar uppskriftir sem ég hef ekki prófað. Ég ákvað að gera þessa hér þar sem það er alltaf svo gaman að fá inn svona nostalgíu uppskriftir.

Innihald

1 skammtar

Kókosbotnar

eggjahvítur
sykur
kókosmjöl
suðusúkkulaði (saxað)

Fylling og skraut

rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
jarðarber og meira til skrauts

Kókosbotnar

  • Hitið ofninn í 150°C og teiknið um 20 cm stóran hring á tvær bökunarpappírs arkir.
  • Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara að freyða og bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum.
  • Þeytið í nokkrar mínútur þar til marengsinn heldur sér og blandið þá kókosmjöli og súkkulaði varlega saman við með sleikju.
  • Skiptið niður inn í hringina og mótið tvo botna, bakið í 30 mínútur og leyfið síðan að kólna með ofninum.

Fylling og skraut

  • Þeytið rjómann og stappið jarðarberin.
  • Blandið jarðarberjunum varlega saman við með sleikju og setjið á milli botna og ofan á efri botninn.
  • Skreytið með heilum jarðarberjum og smá rifnu súkkulaði.
Fylling og skraut

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir